Ópus 1-6
Grunn- og miðnám í tónfræðum
© Guðfinna Guðlaugsdóttir og Marta E. Sigurðardóttir

Ópus 1, 2 og 3 eru kennslubækur ætlaðar nemendum sem stunda grunnnám
í tónfræðum og Ópus 4, 5 og 6 eru fyrir miðnám. Við gerð bókanna var stuðst við námskrá mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Efni bókanna hefur verið kennt til reynslu í Tónlistarskóla Kópavogs. Áhersla er lögð á að kenna tónfræðilegu þekkingaratriðin á fjölbreyttan og myndrænan hátt. Myndræn og litrík framsetning miðar að því að nemandinn geti tileinkað sér námsefnið á sem stystum tíma. Í bókunum eru einnig nokkrir fróðleiksmolar úr tónlistarsögunni.

Höfundar: © Guðfinna Guðlaugsdóttir og Marta E. Sigurðardóttir.
Hönnun, umbrot og myndskreytingar: © Rán Flygenring.
Nótnaskrift: © Hilmar Þórðarson og Rán Flygenring.

Dreifing: TÓNASTÖÐIN ehf. Skipholti 50d, 105 Reykjavík, sími: 552 1185 netfang: tonastodin@tonastodin.is
Ef upplýsinga er óskað frá höfundum, vinsamlegast skrifið á netfangið: express@talnet.is